Þó að vísindi samtímans eigi rætur að rekja til forngrikkja þá er aðferðafræði nútímavísinda oft tengd vísindabyltingunni svokölluðu á 17. öld. Fjallað verður um upphaf vísinda í fornöld, vísindabyltinguna og hugsunarhátt tilraunavísinda sem orðið hefur til á síðustu öldum. Spurt er hvað vísindi séu, hvað skilji góð vísindi frá vondum, hvað einkenni vísindalega þekkingu og greini hana frá þekkingu af öðru tagi. Þá verður fjallað um vísindagagnrýni síðustu ára, efasemdir um vísindi og um hlutverk vísinda í samtímanum.

Námsmarkmið:

  • Þekkja hugmyndir sem sprottnar eru úr jarðvegi vísindabyltingarinnar
  • Þekkja hina vísindalegu aðferð og hvað einkennir vísindalega þekkingu
  • Vita hvað greinir góð vísindi frá vondum

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *