Í málstofunni verður fjallað um mikilvægi útópískrar hugsunar fyrir nútímann. Lesinn verður fjöldi texta af sviði bókmennta, heimspeki, félagsfræði og öðrum fræðasviðum til að varpa ljósi á viðfangsefnið. Leitast verður við að greina það mikilvæga hlutverk sem hugsanamynstur útópíunnar hefur gegnt fyrir hugmyndir manna um tungumál, líkama, borgarskipulag, náttúru og vísindi á 18., 19. og 20. öld. Sjónum verður beint að birtingarmyndum útópíunnar í ólíkum orðræðum nútímans, s.s. marxisma, anarkisma, dulspeki, málheimspeki, pósitífisma, mannkynbótakenningum og fasisma. Loks verður sjónum beint að birtingarmyndum útópíunnar í menningargagnrýni og vísindahyggju samtímans og kenningum um endalok útópíunnar.
Kennt með Benedikt Hjartarsyni.

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *