Stjórnmálaumræða samtímans mótast að miklu leyti af kenningu bandaríska heimspekingsins John Rawls um réttlæti, en með henni má segja að vestrænt frjálslyndi hafi gengið í endurnýjun lífdaga. Í námskeiðinu er fjallað um kenningu Rawls, uppsprettur hennar, áhrif og andsvör við henni. Fjallað verður almennt um frjálshyggju og frjálslyndi, nytjastefnu, fjölmenningu, umræðu- og þátttökustjórnmál, femínisma o.fl. Rætt verður um nokkur knýjandi úrlausnarefni samtímans á borð við einstaklingsfrelsi, jöfnuð, sjálfsmynd, umburðarlyndi og mismun.

Kennsluáætlun hér.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *