Stjórnmál samtímans eru beint og óbeint byggð á heimspekilegum kenningum sem komið hafa fram á sjónarsviðið undanfarnar tvær aldir. Þó að sögulegar rætur þessara kenninga nái enn lengra aftur í tímann einkennast þær þó fyrst og fremst af því að vera tilraun til að rökstyðja hver grunnbygging réttláts, skilvirks, auðugs eða trausts samfélags hljóti að vera. Í námskeiðinu er fjallað um frjálslyndi og frjálshyggju, nytjastefnu og samfélagshyggju og grunnatriði þessara kenninga tengd við stjórnmálaumræðu og stjórnmálaátök samtímans. Hugað verður að nokkrum grunnhugtökum stjórnmálanna og rætt um heimspekilegar forsendur þeirra.

Kennt með Birgi Hermannssyni

Námsmarkmið:
Eftir námskeiðið eiga nemendur að hafa:

  • Staðgóða þekkingu á nokkrum helstu stjórnmálaheimspekingum og kenningum þeirra.
  • Skilning á heimspekilegu inntaki stjórnmálakenninga sem móta vestræn stjórnmál.
  • Færni til að greina stjórnmálaumræðu í ljósi kenninga.

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *