Hópurinn les, ræðir og þýðir 7-10 greinar og bókakafla. Dagurinn hefst með umræðutíma þar sem efni dagsins er rætt, hugtök skoðuð og farið í mögulegar þýðingar og erfiða staði í textanum. Því næst er hafist handa við að þýða og fer það þannig fram að grein dagsins er skipt á milli nemenda, þannig að hver nemandi fær það verkefni að þýða 1-2 síðna textabút. Í framhaldi af þýðingavinnunni hefst yfirlestrarvinna. Gert er ráð fyrir að hver bútur sé yfirlesinn þrisvar. Þannig afhendir þýðandi öðrum nemanda sinn texta (og tekur við texta frá sama nemanda eða öðrum). Sá fer yfir og gerir breytingatillögur með „track changes“ og skilar þýðandanum til baka. Þýðandinn fer aftur yfir sinn texta og sendir öðrum nemanda sem gerir það sama. Þegar búið er að lesa textann yfir 3 sinnum er honum skilað inn á vefsvæði, en kennarinn sér um að púsla brotunum saman.

Vinnulýsing
Áætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *