Nemendur kynnast hugsunarhætti og nálgun heimspekinnar og tileinka sér slíka nálgun eftir því sem við á. Einnig er fjallað um nokkur lykilþemu með röklegri nálgun heimspekinnar til að geta í framhaldi fléttað þeim inn í aðra vinnu í Prisma. Megináhersla heimspekivinnunnar er samfélag og stjórnmál og leiðir til þess að beita greiningartækjum heimspekinnar og annarra prismagreina til að greina mynstur og valdakerfi samfélagsins. Við munum bæði ræða um efni sem eru ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni hér og nú og um klassísk viðfangsefni þeirra hugsuða sem hafa gert tilraun til að koma röklegum böndum á samfélagið sem viðfangsefni gagnrýni og greiningar.

Kennsluáætlun

Prisma er samstarfsverkefni Bifrastar og Listaháskóla Íslands, ætlað einstaklingum með stúdenstspróf eða sambærilega menntun að lágmarki. Námið er til diplómu sem hægt er að fá metna að hluta eða öllu leyti inn í háskólanám. Forstöðumaður Prisma 2009 og 2010: Hrund Gunnsteinsdóttir. Umsjónarkennarar (auðveldarar) Sólveig Ólafsdóttir, Hallmar Sigurðsson, Hildigunnur Sverrisdóttir og Sigurður Jónas Eysteinsson.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *