Námskeiðið er kenningarlegur inngangur að námi í menntunar- og menningarstjórnunarvali. Nemendur munu lesa og ræða verk eftir samtímahöfunda sem endurspegla nokkur helstu fræðileg umfjöllunarefni samtímans á sviði hugvísinda. Höfuðáhersla verður á að lesa og ræða um verk eftir samtímahöfunda og setja skrif þeirra í samband við annarsvegar hugmyndasögulegar rætur þeirra og hinsvegar þau málefni menningar, samfélags og stjórnmála sem efst eru á baugi. Fjallað verður um hvernig fræðileg vandamál tengjast stefnumótun og ákvörðunum og með hvaða hætti þekking á fræðilegri orðræðu auðveldar og auðgar menningartengd störf.

Meginmarkmið námskeiðsins eru að þjálfa nemendur í

  • að greina helstu einkenni samtímamenningar
  • að fjalla gagnrýnið um samtímaorðræðu eins og hún birtist í menningu og pólitík
  • að beita fræðilegum kenningum um menningu í starfi.

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *