Síðasta haust var ég nokkurn veginn búinn að ljúka grein fyrir Skírni um fáein atriði í hinni sérkennilegu bók Þórs Whitehead, Sovét-Ísland. Aðdragandi byltingar sem aldrei varð, þegar tvennt gerðist sem olli töfum. Í fyrsta lagi birtust tvær nýjar bækur um íslenska kommúnista eftir þá Hannes H. Gissurarson og Snorra Bergsson, ekki síður furðulegar en bók Þórs, og í öðru lagi birtist ítarleg gagnrýni Skafta Ingimarssonar á bók Þórs í tímaritinu Sögu.

Ég hugsaði mér fyrst að ég þyrfti að endurskrifa greinina til að geta gert þessu öllu skil og dró hana því til baka frá Skírni. Eftir nánari umhugsun skipti ég þó um skoðun og ákvað að best væri að birta hana í því formi sem hún var, en gera öðru skil síðar. Ég veit reyndar ekki hvort tilefni er til að gera verkum Hannesar og Snorra skil sérstaklega, en bækurnar munu að minnsta kosti koma við sögu í síðari skrifum.

Greinin birtist í opnum aðgangi í tímariti Háskólans á Bifröst, Bifröst Journal of Social Sciences:

Landráðakenning Þórs Whitehead: Nokkrar athugasemdir við ritið Sovét-Ísland óskalandið

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *