Fjallað verður um mótun nútímamenningar og birtingarmyndir menningarlegs og pólitísks andófs frá frönsku byltingunni til samtímans. Horft verður í senn til pólitískrar, listrænnar, trúarlegrar og málrænnar andófsstarfsemi á tímabilinu. Í forgrunni verða spurningar sem snúa að stöðu fagurfræði og hlutverki jaðarhópa innan borgaralegrar nútímamenningar. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta verður fjallað um hlutverk menntamanna og háskóla í samfélagslegu andófi, akademískt frelsi og akademíska ábyrgð. Í öðrum hluta er fengist sögulega við hlutverk andófs í listum og hversdagslífi við mótun nútímamenningar. Í þriðja hluta verður fjallað um andóf innan og með tilliti til hugmyndakerfa, rætt um alræðishyggju og stalínisma og litið á dæmi um pólitískt andóf samtímans.
Kennt í samvinnu við Guðna Elísson og Ólaf Rastrick.

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *