Björn Bjarnason ræðst á mig fyrir margvíslegar sakir í grein sem Morgunblaðið birtir í gær, laugardaginn 6. janúar. Ég verð að játa að mér finnst merkilegt að Björn skuli eyða svo miklu púðri í að níða mig persónulega þótt vissulega skilji maður hvatir hans til að verja orð og gerðir föður síns, Bjarna Benediktssonar.
Grein Björns er önnur greinin sem skrifuð er til höfuðs mér vegna kalda stríðsins og kommúnisma. Þór Whitehead birti langa árás á skrif mín í Lesbók Morgunblaðsins 11. nóvember síðastliðinn, en þá var hann að svara grein minni frá 7. október síðastliðnum. Grein Þórs svaraði ég í Lesbókinni 18. nóvember.
Greinar mínar er að finna hér á síðunni en greinar Þórs og Björns má nálgast í gagnasafni Morgunblaðsins:
http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1122918 (grein Björns)
http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1113555 (grein Þórs)

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *