Stjórnmál samtímans eru beint og óbeint byggð á heimspekilegum kenningum sem komið hafa fram á sjónarsviðið undanfarnar tvær aldir. Þó að sögulegar rætur þessara kenninga nái enn lengra aftur í tímann einkennast þær þó fyrst og fremst af því að vera tilraun til að rökstyðja hver grunnbygging réttláts, skilvirks, auðugs eða trausts samfélags hljóti að vera. Í námskeiðinu er fjallað annarsvegar um nytjastefnu, afleiðingar hennar og áhrif í vestrænni stjórnmálaheimspeki og hinsvegar um frjálslyndisstefnuna, grundvöll hennar og helstu rök og gagnrýni á hana úr ýmsum áttum. Sérstaklega verður athyglinni beint að gagnrýni frjálshyggju og samfélagshyggju, en í lok námskeiðisins verður einnig hugað að fræðilegri stjórnmálaumræðu samtímans eins og hún birtist í femínisma, borgarakenningum og fjölmenningarhyggju.
Kennt með Birgi Hermannssyni.

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *