Nemendur fá innsýn í hugmyndastrauma 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar og kynna sér andóf og gagnrýni sem þetta tímabil einkennist af. Farið er hratt yfir mikið efni og því betra að þeir sem taka námskeiðið séu komnir með nokkra undirstöðu í sínum greinum. Námskeiðið á að hjálpa nemendum úr ólíkum greinum að setja viðfangsefni sín í samhengi við hugmyndalegar rætur samtímans.Lögð er áhersla á lestur frumtexta og til viðbótar við einstök rit sem flest eru til í íslenskri þýðingu verður tekið saman leshefti. Loks er stuðst við yfirlitsrit um hugmyndasögu tímabilsins.Tilhögun kennslu er þannig að í miðvikudagstímanum er alla jafna fyrirlestur kennara en í föstudagstímanum nemendaframsögur, umræður og hópverkefni.Gert er ráð fyrir að hver nemandi haldi framsögu í tíma og skrifi ritgerð. Þetta gefur samanlagt helming einkunnar en lokapróf í maí hinn helminginn.
Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *