Verk bandaríska heimspekingsins C.S. Peirce hafa verið mörgum kynslóðum heimspekinga innblástur, vestan hafs jafnt sem austan. Peirce er þekktur fyrir táknfræði sína og rökfræði en einnig er hann höfundur nokkurra grunnhugmynda pragmatismans. Í málstofunni verða nokkrar ritgerðir Peirce lesnar vandlega og ræddar. Áhersla verður annarsvegar á að nemendur öðlist sem sem skýrastan skilning á heimspeki Peirce og uppruna hugmynda hans um rökfræði og þekkingarfræði, hinsvegar á áhrif þessara hugmynda á síðari tímum, ekki síst fyrir hugmyndir um rannsókn, samræðu, samfélag og vísindi.

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *