Fjallað verður um menntun og hugmyndir um hana eins og þær hafa þróast á nýöld. Sérstök áhersla er lögð á menntahugsjón frjálslyndisstefnunnar og tengsl hennar við mannskilning lýðræðis og fjölhyggju. Lesnir verða fáeinir kaflar úr klassískum verkum vestrænna heimspekinga en aðaláherslan er þó á skrif samtímaheimspekinga um eða tengd menntun. Ætlast er til að nemendur í námskeiðinu afli sér almennrar grunnþekkingar á helstu heimspekistefnum sem liggja að baki mismunandi kennsluháttum og afstöðu til menntunar. Einnig að þeir fái góða tilfinningu fyrir samspili menntunar, stjórnmála og menningar og séu færir um að mynda sér ígrundaðar skoðanir á stöðu og hlutverki menntunar í samtímanum með hjálp fræðilegra hugmynda og rökstuðnings.

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *