Megináhersla námskeiðsins er á verk höfunda sem standa á mörkum stjórnmála og menningar og beita aðferðum ólíkra greina til að fjalla um samfélagið. Rætt verður um stærstu deilumál samtímans og þær leiðir til þjóðfélags- og menningargagnrýni sem heimspekin, í víðum skilningi, býður upp á. Fjallað verður um pólitíska róttækni, gagnrýnan söguskilning, siðfræðilegan aktívisma og siðferðilega gagnrýni á stjórnmál, hlutverk og stöðu háskólans í samtímanum, vísindi, vísindagagnrýni og áskoranir lýðræðis. Allt lesefni sem fjallað er um sérstakelga í tímum er aðgengilegt á vef námskeiðsins. Annað lesefni er aðgengilegt á bókasafni. Námskeiðið byggir á umræðum um lesefnið og tengsl textanna sem lesnir eru við atburði líðandi stundar á sviði stjórnmála og menningar. Nemendur skipuleggja vinnuna í upphafi námskeiðs ásamt kennara sem úthlutar verkefnum. Gert er ráð fyrir fullri mætingu í alla tíma. Námsmat miðast við frammistöðu í umræðum og verkefnaflutning í tímum, samkvæmt matskerfi sem kennari gerir grein fyrir í upphafi námskeiðs og byggir á vinnudagbók nemenda.

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *