Farið verður yfir meginkenningar í stjórnmálaheimspeki samtímans sem mótað hefur pólitískt landslag Evrópu og Vesturlanda undanfarin 250 ár. Fjallað er um kenningar 18. og 19. aldar og afdrif þeirra á 20. öld. Rætt verður um stærstu deilumál samtímans og þær leiðir til þjóðfélags- og menningargreiningar sem kenningar stjórnmálaheimspekinnar bjóða upp á. Fjallað er um greiningu fjölmenningarhyggju, femínisma, marxisma og rökræðulýðræðis á veruleika stjórnmála og hvernig þessi gagnrýni í senn beinist gegn og styrkir undirstöður vestrænna stjórnmálahugmynda.

Nemendur sem ljúka námskeiðinu

  • þekkja og skilja verk nokkurra meginhugsuða samtímans
  • eru færir um að beita kenningum og heimspekilegri greiningu á samtímamenningu
  • geta greint og gagnrýnt kenningar sem efst eru á baugi í stjórnmálum og menningu

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *