Í grein minni „Heilagt stríð“ sem birt er í Lesbók Morgunblaðsins í dag, 3. mars, er fjallað um tvö skjöl sem varða Moskvuvist íslenskra kommúnista snemma á fjórða áratugnum, annarsvegar bréf Jens Figved til félaga í KFÍ, en Jens var þrjú ár í Moskvu frá 1929 til 1932 og stundaði nám við Vestur-háskólann svonefnda. Hinsvegar skýrsla Christians Hilt, forstöðumanns Norðurlandadeildar skólans um starfsemi deildarinnar 1928 til 1933. Þessi plögg segja sína sögu um skilning manna á hlutverki skólans og Moskvuvistar kommúnista frá Íslandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð á þessum árum.
Jens ritar fangamarkið J.B. undir bréf sitt, en dulnefni hans í Moskvu var Jan Brun.
Bréf Jens má finna undir slóðinni http://campus.bifrost.is/JON/529_Jafetsmalid_juni_31.pdf og skýrslu Hilts undir http://campus.bifrost.is/JON/529_Hilt_skyrsla_32.pdf.
Því miður er textinn ekkert alltof greinilegur, en ætti þó að vera sæmilega læsilegur á góðum skjá.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *