Ætli ábyrg stjórnmál væru leiðinleg?

Því er stundum haldið fram að þingmeirihlutinn hverju sinni – þingmennirnir sem styðja ríkisstjórnina – hafi umboð til valda vegna þess að þjóðin hafi kosið hann. Þess vegna sé eðlilegt að meirihlutinn ráði. Vissulega megi vera opinn fyrir samvinnu og sáttum um viss mál við minnihlutann, en í raun verði þó líta á það sem […]

Ólafur Ragnar er ekki ósigrandi

Íslensk stjórnmál eru drifin áfram af elítum – af hópum sem hafa tekið sér forystuhlutverk og náð þeirri stöðu að geta mótað almenningsálit. Þannig eru óformleg völd ákveðinna hópa oft umtalsverð. Dæmi um þetta eru áhrif mennta- og listamanna á pólitík eftirstríðsáranna. Vinstrihreyfingunni tókst að ná stuðningi þessa þjóðfélagshóps á tímum kalda stríðsins með því […]

Við erum ekki vont fólk – eða erum við það?

Þegar stjórnvöld eða „kerfið“ misbýður almenningi getur umræðan í kjölfarið verið afhjúpandi. Þannig hefur stjórnvöldum og þar til bærum embættismönnum reynst erfitt að skýra fyrir okkur hvers vegna nauðsynlegt var að vísa hópi flóttafólks úr landi, þar á meðal langveiku barni sem á enga raunhæfa batamöguleka í heimalandi sínu. Umræðan, sársaukafull og vandræðaleg sem hún […]

Er umburðarlyndi virkilega aðalmálið?

Umburðarlyndi er furðu­legt orð. Það er dregið af sögninni að umbera og vísar til skapgerðar eða lundarfars þess sem er eiginlegt að sættast við frekar en að fordæma eða hafna. Orðið ber með sér að sá sem umber eitthvað er í raun af gæsku sinni og þolinmæði að leyfa því að viðgangast sem þó stríðir […]

Frá fasisma til fílistínisma

Ég er alinn upp undir ströngu málfarseftirliti. Það fór fram heima hjá mér og innan fjöl­skyldunnar, í skólanum og öðrum menningarstofnunum og svo var því fylgt eftir af fjölmiðlum, einkum að sjálfsögðu Ríkisútvarpinu, því sem yfirleitt er kallað gamla Gufan nú til dags. Það hvarflaði aldrei að mér að andæfa eða vefengja þá innrætingu sem […]

Siðferði, forgangsröðun og traust

Ég þekki mann sem stundaði nám um tíma í Leníngrad. Þetta var á verstu árum Brésnéf­­tímans. Kaldhæðni gagnvart samfélaginu og jafnvel lífinu sjálfu var algeng, drykkju­­skapur hroðalegur og lifnaður á stúdenta­görðum skrautlegur á köflum. Til að stemma stigu við ólifnaði var starfrækt nokkurs konar siðferðis­lögregla, sjálfboðaliðar sem fóru um stúdentagarðana á nóttunni, ruddust inn á […]

Spilling, dulin spilling og djúp spilling

Það var margt truflandi við þá ákvörðun Borgarstjórnar Reykjavíkur í september síðastliðnum að draga til baka ályktun um að Borgin hætti að kaupa vörur frá Ísrael, en það sem kannski truflaði mest var orðrómurinn um að meginástæðan væru hótanir ákveðinna aðila sem Borgin er að gera mikla viðskipta- og fram­kvæmda­samninga við. Borgarstjórinn hélt því að […]

Háskólar Íslands 2: Vitlaus svör við vitlausum spurningum

Nú í vor lauk fimm ára úttektartímabili íslenskra háskóla þegar Gæðaráð háskólanna gerði stofnanaúttekt á síðasta íslenska háskólanum af sjö – Háskólanum á Bifröst. Það er ekki víst að margir viti af þessari fimm ára úttekt, sem hefur kostað skólana ómælda vinnu. Hver háskóladeild – en þær skipta tugum – gerði sjálfsmatsskýrslu, skólarnir gerðu hver […]

Íslensk frjálshyggja í krísu

Við lifum flest afskaplega þægilegu lífi í þessu landi. Það er ekki þar með sagt að allt sé í fullkomnu lagi, fjarri því, en það er þrátt fyrir allt algjör undantekning að fólk hafi ekki aðgang að rennandi vatni, eigi ekki kost á lágmarkshreinlæti eða skorti úrræði til að nærast sæmilega. Allir, eða næstum því […]

Búum okkur undir byltinguna

Eftir því sem árin líða frá krísunni miklu, sem við köllum ýmist hrunið eða „hið svokallaða hrun“, er eins og krísum fari fjölgandi, frekar en að sigrast sé á þessari stóru. Ég hef á tilfinningunni að tvær krísur hrjái pólitíkina sérstaklega um þessar mundir. Önnur er flokkakrísa af ákveðnu tagi. Hún felst í því að […]