Rannsóknaaðferðir, haust 2003

Tilgangur námskeiðsins er að undirbúa nemendur undir störf í akademísku umhverfi. Meðal efnis sem farið verður yfir er vísindaheimspeki og hugtakið vísindaviðmið (e. paradigm), rökfræði og gagnrýnin hugsun. Ítarlega verður fjallað um heimildavinnu og meðferð og skráningu heimilda við skýrslugerð. Heimildaleit. Fjallað verður um misserisverkefni og vinnslu þeirra. Í því samhengi er farið yfir hvernig […]

Aðferðafræði, vor 2003

Nemendur fá þjálfun í ritgerðasmíð, rökstuðningi og framsetningu og eiga að tileinka sér viðurkenndar aðferðir við heimildaöflun, tilvísanir og meðferð heimilda og raka. Lögð er sérstök áhersla á gagnrýna hugsun og skoðanamyndun og nemendum veitt innsýn í fræðilega greiningu hversdagsvanda, beitingu kenninga, notkun og misnotkun raka. Loks fá nemendur stutt yfirlit um notkun fræðikenninga við […]

Hugmyndasaga 19. og 20. aldar, HÍ vor 2003

Nemendur fá innsýn í hugmyndastrauma 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar og kynna sér andóf og gagnrýni sem þetta tímabil einkennist af. Farið er hratt yfir mikið efni og því betra að þeir sem taka námskeiðið séu komnir með nokkra undirstöðu í sínum greinum. Námskeiðið á að hjálpa nemendum úr ólíkum greinum að setja […]

Business Ethics, vor 2003

The course is designed for students in business and law with no prior training in ethics or moral philosophy. In this course students will get acquainted with some ethical issues frequently dealt with in business. The main focus will be on workplace issues, such as duty, rights, loyalty, discrimination and whistle-blowing. We will also to […]

Aðferðafræði, vor 2002

Námskeið fyrir fyrsta árs nemea í Viðskipta- og hagfræðideild. Kennt með Garðari Baldvinssyni. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur: Viti hvað við er átt með vísindalegri þekkingu og vísindalegum aðferðum – sérstaklega innan viðskiptafræða. Tileinki sér vinnulag og aðferðir sem beita má við hagnýta verkefnavinnu og rannsóknir á sviði viðskiptafræða. Fái grunnþjálfun í skriflegri tjáningu. Kennsluáætlun

Hugmyndasaga 19. og 20. aldar, vor 2001

Nemendur kynnast nokkrum lykilhöfundum heimspeki og skyldra greina á 19. og 20. öld. Námskeiðið á að hjálpa nemendum úr ólíkum greinum að setja viðfangsefni sín í samhengi við hugmyndalegar rætur samtímans. Lögð er áhersla á lestur frumtexta og til viðbótar við einstök rit sem flest eru til í íslenskri þýðingu verður tekið saman leshefti. Loks […]

Málstofa C Heimspeki Deweys, haust 2000

Þátttakendur í málstofunni fá yfirlit yfir heimspeki Deweys, tengsl hennar við amerískan pragmatisma, annarsvegar, hefðir evrópskrar heimspeki hinsvegar. Kennsluáætlun