Í þessu námskeiði kynnast nemendur nokkrum grundvallarviðfangsefnum heimspekinnar og leiðum hennar til að takast á við þau. Lesnir verða nokkrir textar frá ólíkum tímum sem þó fjalla allir um miðlæg viðfangsefni heimspekilegrar hugsunar á borð við eðli tungumálsins, skilning á manninum, dygð, þekkingu, Guð, ódauðleika, orsök, nauðsyn, tilfinningar og skynsemi. Verkefnið er að setja sig inn í viðfangsefni einstakra höfunda og átta sig á leiðum þeirra til að takast á við þau og skilja þau. Um leið er markmiðið að umræður um verk þessara höfunda, hugmyndir þeirra og rök verði nemendum efniviður til eigin skoðanaskipta og sjálfstæðrar hugsunar.

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *