Íslenskt valdakerfi – sem hrunið hrunið hefur ekki breytt enn

Hrunið hefur orðið íslensku háskólasamfélagi mjög gjöfult. Ég hef ekki tölu á fræðigreinum og bókum sem nú þegar hafa verið skrifaðar um hrunið, afleiðingar þess, aðdraganda eða einhverja þætti þess. Guðni Th. Jóhannesson var líklega fyrstur með einskonar heildarúttekt á hruninu 2009 með samnefndri bók og núna á síðustu tveimur árum hafa þekkt alþjóðleg forlög […]

Nýja stjórnarskrá eða dauðann – eða heiladauði sem pólitískt vandamál

Lærdómsmaðurinn Hannes H. Gissurarson hélt því fram á facebook síðu sinni um daginn að fámennur hópur vinstri manna ynni ákaft að því að setja nýja stjórnarskrá sem gæfi fyrirheit „um að ríkið skapi hamingju.“ Áhugamál þessara vinstrimanna væri að takmarka frelsi almennings og geta gert eignir upptækar að vild. Stjórnmálaskörungurinn Sigmundur D. Gunnlaugsson lýsti því […]

Til hvers eru námslán – og til hvers eru ráðherrar?

Námslánafrumvarpið sem menntamálaráðherra vill láta samþykkja fyrir haustið er að mörgu leyti dæmigert fyrir stefnumótun (eða ekki-stefnumótun) í íslenskri stjórnsýslu. Frumvarpið er vandað og það sést vel að bæði vinna og hugsun hefur verið lögð í að endurskilgreina hópinn sem á rétt á námslánum, hverskonar námi og hvers konar gjöldum lánað sé fyrir og annað […]

Hugrekki þess sem sker ekki. Um valdalaust vald forsetans

Í einum af þáttunum þremur um ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarini, sem sænska sjónvarpið lét gera og höfðu umtalsverð áhrif á skilning fólks á gervibarkaígræðslum hans, er stutt en áhrifamikil sena: Macchiarini er að spjalla við kollega sinn og vin sem lætur móðan mása um áhættuna sem skurðlæknar þurfa stöðugt að horfast í augu við. Oft […]

Ábyrgðin – þegar allt er farið til andskotans

Hugsum okkur rannsóknarlögreglumann sem er að rannsaka morð. Hann (eða hún) er með mann í haldi sem hann er viss um að sé sekur um verknaðinn. Margt bendir til að svo sé en til viðbótar finnur lögreglumaðurinn á sér að þetta sé sökudólgurinn. En helvítið vill ekki játa og smátt og smátt fer lögreglumaðurinn að […]

Ætli ábyrg stjórnmál væru leiðinleg?

Því er stundum haldið fram að þingmeirihlutinn hverju sinni – þingmennirnir sem styðja ríkisstjórnina – hafi umboð til valda vegna þess að þjóðin hafi kosið hann. Þess vegna sé eðlilegt að meirihlutinn ráði. Vissulega megi vera opinn fyrir samvinnu og sáttum um viss mál við minnihlutann, en í raun verði þó líta á það sem […]

Siðferði, forgangsröðun og traust

Ég þekki mann sem stundaði nám um tíma í Leníngrad. Þetta var á verstu árum Brésnéf­­tímans. Kaldhæðni gagnvart samfélaginu og jafnvel lífinu sjálfu var algeng, drykkju­­skapur hroðalegur og lifnaður á stúdenta­görðum skrautlegur á köflum. Til að stemma stigu við ólifnaði var starfrækt nokkurs konar siðferðis­lögregla, sjálfboðaliðar sem fóru um stúdentagarðana á nóttunni, ruddust inn á […]

Spilling, dulin spilling og djúp spilling

Það var margt truflandi við þá ákvörðun Borgarstjórnar Reykjavíkur í september síðastliðnum að draga til baka ályktun um að Borgin hætti að kaupa vörur frá Ísrael, en það sem kannski truflaði mest var orðrómurinn um að meginástæðan væru hótanir ákveðinna aðila sem Borgin er að gera mikla viðskipta- og fram­kvæmda­samninga við. Borgarstjórinn hélt því að […]

Búum okkur undir byltinguna

Eftir því sem árin líða frá krísunni miklu, sem við köllum ýmist hrunið eða „hið svokallaða hrun“, er eins og krísum fari fjölgandi, frekar en að sigrast sé á þessari stóru. Ég hef á tilfinningunni að tvær krísur hrjái pólitíkina sérstaklega um þessar mundir. Önnur er flokkakrísa af ákveðnu tagi. Hún felst í því að […]

Valdhroki, traust og hrakfarir

Valdhroki er hvimleitt en nokkuð algengt fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum. Af einhverjum ástæðum virðast margir íslenskir stjórnmálamenn vera auðveld bráð: Þeir eru ekki fyrr komnir í ráðherraembætti en hrokinn heltekur þá. Norrænir kollegar þeirra íslensku eiga auðveldara með að verjast hrokanum. Þess vegna koma þeir stundum þokkalega út úr verstu hneykslismálum. Í lok árs 2013 […]