Er umræðan hættuleg? Athugasemdir við fréttir af spillingu

Ríkisútvarpið og visir.is sögðu nýlega frá því í fréttum sínum að Íslendingar hefðu „ýkta mynd af spillingu“ en með því var átt við að almenningur hér á landi virtist telja að spilling væri meiri en hún sé í raun og veru. Þessum tíðindum var svo fylgt eftir með vangaveltum um hvað þetta þýddi og hverjar […]

Siðferði, forgangsröðun og traust

Ég þekki mann sem stundaði nám um tíma í Leníngrad. Þetta var á verstu árum Brésnéf­­tímans. Kaldhæðni gagnvart samfélaginu og jafnvel lífinu sjálfu var algeng, drykkju­­skapur hroðalegur og lifnaður á stúdenta­görðum skrautlegur á köflum. Til að stemma stigu við ólifnaði var starfrækt nokkurs konar siðferðis­lögregla, sjálfboðaliðar sem fóru um stúdentagarðana á nóttunni, ruddust inn á […]

Spilling, dulin spilling og djúp spilling

Það var margt truflandi við þá ákvörðun Borgarstjórnar Reykjavíkur í september síðastliðnum að draga til baka ályktun um að Borgin hætti að kaupa vörur frá Ísrael, en það sem kannski truflaði mest var orðrómurinn um að meginástæðan væru hótanir ákveðinna aðila sem Borgin er að gera mikla viðskipta- og fram­kvæmda­samninga við. Borgarstjórinn hélt því að […]

Íslensk frjálshyggja í krísu

Við lifum flest afskaplega þægilegu lífi í þessu landi. Það er ekki þar með sagt að allt sé í fullkomnu lagi, fjarri því, en það er þrátt fyrir allt algjör undantekning að fólk hafi ekki aðgang að rennandi vatni, eigi ekki kost á lágmarkshreinlæti eða skorti úrræði til að nærast sæmilega. Allir, eða næstum því […]

Valdhroki, traust og hrakfarir

Valdhroki er hvimleitt en nokkuð algengt fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum. Af einhverjum ástæðum virðast margir íslenskir stjórnmálamenn vera auðveld bráð: Þeir eru ekki fyrr komnir í ráðherraembætti en hrokinn heltekur þá. Norrænir kollegar þeirra íslensku eiga auðveldara með að verjast hrokanum. Þess vegna koma þeir stundum þokkalega út úr verstu hneykslismálum. Í lok árs 2013 […]