Sorinn og Zhukovski

Sumir læra aldrei neitt. Ég veit þetta hljómar eins og tugga, en það breytir ekki því að svona er þetta. Sumum tekst einfaldlega að sigla þannig gegnum lífið að þeir sig staðfastlega við að allt sem þeir hafa trúað á og unnið að sé rétt. Það séu hinir sem hafi rangt fyrir sér. Ástæðan fyrir […]

Allir eru Eichmann

Giorgio Agamben hefur í gegnum tíðina skrifað skrítna hluti um fangabúðir Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni og merkingu þeirra fyrir okkar samtíma. Hann bendir stöðugt á og varar við valdsækni yfirvalda og ráðandi afla – veruleiki fangabúðanna er aldrei jafn langt undan og hin „heilbrigða“ skynsemi telur sér trú um. Bókin sem ég er að lesa […]

Landsdómur og þversagnir lýðræðisins

Það er merkilegt, þegar svo mikið er talað um Landsdómsákæruna á hendur Geir Haarde og hvort draga eigi hana til baka eða ekki, að það sem hún afhjúpar er hvorki ranglæti né réttlæti heldur sú þversögn lýðræðisins að tillaga geti orði ofan á sem fæstir vilja við lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Ef við skoðum atkvæðagreiðsluna í þinginu […]

Kjarni málsins um Siðanefnd og kæru Vantrúar

Þegar Siðanefnd Háskóla Íslands ákvað að taka til meðferðar erindi frá félagasamtökunum Vantrú, sem kvörtuðu yfir umfjöllun um sig í kennslu við skólann, gerði hún hrapalleg mistök. Í stað þess að kalla kennarann fyrir sig og fá hann til að útskýra hvernig hann hefði notað umdeildar glærur í fyrirlestrum sínum, hóf hún tilraunir til að […]

Dagsbrúnarstyrkur og myndir af skjölum

Í bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar Íslenskir kommúnistar 1918-1998 er mikið stuðst við bók mína Kæru félagar. Íslenskir sósíalistar og Sovétríkin 1920-1960, sem kom út hjá Máli og menningu 1999. Hannes leggur sig í framkróka við að leiðrétta ártala- og stafsetningarvillur í bók minni, sem er allra góðra gjalda vert, um leið og hann mjólkar heimildatilvísanir […]

Bakari hengdur fyrir smið (eða Hannes fyrir Þór)

Það var merkileg uppákoma í ReykjavíkurAkademíunni, þegar við tókum okkur saman nokkur sem höfum skrifað um kommúnisma og kalda stríðið og efndum til umræðufundar um vinstriróttækni á Íslandi í samstarfi við RA og Sagnfræðingafélagið. Þar sem við erum öll (Skafti Ingimarsson, Guðni Th. Jóhannesson, Jón Ólafsson og Ragnheiður Kristjánsdóttir) frekar prútt fólk, og deilum ekki […]

Hernaður og mannvíg Þórs Whitehead IV: Oftúlkun heimilda og verkfall í Vestmannaeyjum

Í þrítugasta kafla Sovét-Íslands heldur Þór Whitehead áfram að draga ályktanir af bréfinu frá stjórnmálaráði framkvæmdanefndar Kominterns sem ég fjallaði um í síðasta skammti þessara athugasemda við bók hans. Hann gengur nú svo langt að halda því fram að með bréfinu hafi kommúnistum verið „falið að ráðast af meiri hörku á lögregluna“ (bls. 159), enda eigi […]

Hernaður og mannvíg Þórs Whitehead III: Meintar byltingartilraunir á Alþingishátíð og eftir þingrof

Einn mikilvægasti þátturinn í bók Þórs Whitehead Sovét-Ísland Óskalandið er sú niðurstaða hans að tengsl íslensku kommúnistanna við Komintern séu skýringin á slagsmálum sem urðu í fáein skipti á fjórða áratugnum, þegar sló í brýnu á milli yfirvalda og verkalýðs. Þessvegna tengir hann frásögn sína af ólátum, mótmælum og óeirðum í Reykjavík og víðar við […]

Hernaður og mannvíg Þórs Whitehead II: Blanquismi og bylting

Lýsing Þórs Whitehead á flokksskólunum í Moskvu er eins og ég skýrði í fyrri pistli mjög villandi, þar sem hann virðist halda að hlutverk þeirra hafi verið annað en það var. (Sjá fyrri pistil og inngang að þessum athugasemdum). Í upphafi 19. kafla bókarinnar fullyrðir hann að námið þar hafi minnt á þá þjálfun sem […]

Hernaður og mannvíg Þórs Whitehead

Í bókinni Sovét-Ísland óskalandið heldur Þór Whitehead því fram að íslenskir kommúnistar hafi verið stórhættulegir stjórnvöldum og stjórnskipan Íslands um langa hríð, enda hafi þeir verið sérþjálfaðir í Moskvu til að gera blóðuga byltingu á Íslandi og brýndir áfram af leiðtogum Alþjóðasambands kommúnista og sjálfra Sovétríkjanna til að undirbúa byltinguna á Íslandi og væntanlega aðild […]