Íslenskt valdakerfi – sem hrunið hrunið hefur ekki breytt enn

Hrunið hefur orðið íslensku háskólasamfélagi mjög gjöfult. Ég hef ekki tölu á fræðigreinum og bókum sem nú þegar hafa verið skrifaðar um hrunið, afleiðingar þess, aðdraganda eða einhverja þætti þess. Guðni Th. Jóhannesson var líklega fyrstur með einskonar heildarúttekt á hruninu 2009 með samnefndri bók og núna á síðustu tveimur árum hafa þekkt alþjóðleg forlög […]

Hver er hræddur við beint lýðræði?

Ég hef heyrt marga lýsa því yfir að þeim sé lítið gefið um beint lýðræði. Það sé nefnilega alveg eins við því að búast að það hafi mestu hörmungar í för með sér: Heimskulegar og vanhugsaðar ákvarðanir og þaðan af verra. Þetta fólk er sem sagt hrætt við beint lýðræði. En þegar það fær næstu […]

Glatað lýðveldi – eða glatað lýðræði. Lessig um pólitíska spillingu og Ísland

Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn segjast stundum ætla að breyta kerfinu. Þeir eru iðulega kosnir út af einhverju slíku: Annað hvort komast þeir langt innan flokkanna sem þeir tilheyra, eða leiða þá til sigurs vegna kerfisbreytinganna sem þeir lýsa og lofa. Í Bandaríkjunum er þetta þrástef stjórnmálanna, sérstaklega í forsetakosningum, þar sem ýmist er barist gegn kerfinu […]

Nýja stjórnarskrá eða dauðann – eða heiladauði sem pólitískt vandamál

Lærdómsmaðurinn Hannes H. Gissurarson hélt því fram á facebook síðu sinni um daginn að fámennur hópur vinstri manna ynni ákaft að því að setja nýja stjórnarskrá sem gæfi fyrirheit „um að ríkið skapi hamingju.“ Áhugamál þessara vinstrimanna væri að takmarka frelsi almennings og geta gert eignir upptækar að vild. Stjórnmálaskörungurinn Sigmundur D. Gunnlaugsson lýsti því […]

Brexit og beint lýðræði

Seint í júní á því herrans ári 2016 urðu Bretar að athlægi um allan heim. Ástæðan var þjóðaratkvæðagreiðsla. Hún leiddi til niðurstöðu sem í besta falli breytir litlu en í versta falli veikir hún stöðu Bretlands álíka mikið og tap í styrjöld. Það er upplausn í stjórnkerfinu og allar líkur á meiriháttar mannaskiptum í pólitískri […]

Er umræðan hættuleg? Athugasemdir við fréttir af spillingu

Ríkisútvarpið og visir.is sögðu nýlega frá því í fréttum sínum að Íslendingar hefðu „ýkta mynd af spillingu“ en með því var átt við að almenningur hér á landi virtist telja að spilling væri meiri en hún sé í raun og veru. Þessum tíðindum var svo fylgt eftir með vangaveltum um hvað þetta þýddi og hverjar […]

Litlar breytingar sem breyta ekki svo litlu – eða hverju breytir að breyta stjórnarskrá?

Hin umdeilda stjórnarskrárnefnd sem forsætisráðherra skipaði í júní 2013, eftir að frumvarp byggt á tillögum Stjórnlagaráðs dagaði uppi í þinginu hefur verið nálægt því að skila tillögum um breytingar á stjórnarskránni í marga mánuði. Eitthvað virðist þó trufla hana í því að ljúka störfum, en verkefni hennar hefur verið að gera tillögur um fjögur stórmál. […]

Ætli ábyrg stjórnmál væru leiðinleg?

Því er stundum haldið fram að þingmeirihlutinn hverju sinni – þingmennirnir sem styðja ríkisstjórnina – hafi umboð til valda vegna þess að þjóðin hafi kosið hann. Þess vegna sé eðlilegt að meirihlutinn ráði. Vissulega megi vera opinn fyrir samvinnu og sáttum um viss mál við minnihlutann, en í raun verði þó líta á það sem […]

Við erum ekki vont fólk – eða erum við það?

Þegar stjórnvöld eða „kerfið“ misbýður almenningi getur umræðan í kjölfarið verið afhjúpandi. Þannig hefur stjórnvöldum og þar til bærum embættismönnum reynst erfitt að skýra fyrir okkur hvers vegna nauðsynlegt var að vísa hópi flóttafólks úr landi, þar á meðal langveiku barni sem á enga raunhæfa batamöguleka í heimalandi sínu. Umræðan, sársaukafull og vandræðaleg sem hún […]

Siðferði, forgangsröðun og traust

Ég þekki mann sem stundaði nám um tíma í Leníngrad. Þetta var á verstu árum Brésnéf­­tímans. Kaldhæðni gagnvart samfélaginu og jafnvel lífinu sjálfu var algeng, drykkju­­skapur hroðalegur og lifnaður á stúdenta­görðum skrautlegur á köflum. Til að stemma stigu við ólifnaði var starfrækt nokkurs konar siðferðis­lögregla, sjálfboðaliðar sem fóru um stúdentagarðana á nóttunni, ruddust inn á […]