„Og fasisminn ríður í hlað“

Það er alltaf varasamt að bera fasisma og stalínisma fjórða áratugarins saman við samtímapólitík. Þeir sem gera það eru iðulega sakaðir um að fara yfir strikið og fyrir að veifa sögulegri klisju í stað þess að tala uppbyggilega. Um síðustu helgi heyrði ég prest nokkurn hamra á mikilvægi þess að vera uppbyggilegur, tala hlutina ekki […]

Fæðing, dauði og upprisa íslensku stjórnarskrárinnar

Fyrr í vor, eftir nokkra tugi funda, sendi Stjórnarskrárnefnd frá sér tillögur um breytingar á þremur greinum stjórnarskrárinnar. Þetta var málamiðlun: Eftir að síðasta kjörtímabili lauk án þess að greidd væru atkvæði um frumvarp Stjórnalagaráðs að nýrri stjórnarskrá og meirihlutastjórn andsnúin frumvarpinu komst til valda í kjölfarið, varð ljóst að framtíð þess væri erfið ef […]

Getur lýðræði farið út í vitleysu?

Forseti lýðveldisins panikeraði um daginn (eða lét líta svo út). Honum fannst vera slíkt upplausnarástand í samfélaginu eftir að forsætisráðherrann sagði af sér að honum væri hreinlega nauðugur sá kostur, skyldurækni sinnar vegna, að bjóða sig fram í sjötta sinn. Í yfirlýsingum forsetans var aldrei fullljóst í hvaða skilningi áframhaldandi seta hans í embætti gæti […]

Sálfræðileg ruðningsáhrif: Hvers vegna peningar og pólitík fara illa saman

Afhjúpanir síðustu vikna á viðskiptum Íslendinga við aflandsfélög hafa vakið upp gamalkunnar umræður um kosti þess og galla að stjórnmálamenn séu auðugir. Einfalda svarið við spurningunni um hvaða afleiðingar efnahagsleg staða fólks eigi að hafa fyrir þátttöku þess í pólitík er að hún eigi engar afleiðingar að hafa, hvorki góðar né slæmar því efnahagslegur ójöfnuður […]

Formleg völd og raunveruleg eða hvernig gerir maður forsetann óskaðlegan?

Hugsum okkur að í samfélaginu væri byltingarástand og stjórnvöld þyrftu ekki aðeins að þola regluleg friðsamleg mótmæli, heldur gætu þau átt von á árásum af götunni. Segjum að loft sé lævi blandið, ofbeldisógnin raunveruleg og sérsveitir lögreglunnar í viðbragðsstöðu, opinberar byggingar undir vopnuðu eftirliti, ýmsar hreyfingar, misaðlaðandi, farnar að gera sig gildandi og herskáir hópar […]

Mega auðmenn stjórna Íslandi?

Farsinn sem við höfum flest sogast inn í undanfarna daga byrjaði ekki 13. mars. Ekki 11. mars heldur. Hann byrjaði miklu fyrr, nánar tiltekið þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Það var í maí 2013. Fyrir tæpum þremur árum. Fólkið sem þá tók við völdum hafði fyrst og fremst áhuga á einum hlut: […]

Þegar aðeins fjölmiðlar eru eftir: Vald, vanhæfi og óhæfi

Samkvæmt ýmsum viðurkenndum alþjóðlegum mælikvörðum er ástandið á Íslandi harla gott. Þótt við séum ekki að raða okkur í efstu sætin í mælingum á spillingarupplifun eða lýðræði um þessar mundir, eins og var fyrir hrun, þá fer því fjarri að Ísland þurfi að bera sig saman við einhver önnur lönd en þau sem eru á […]

Lýðræðislegt aðhald er ekki beint lýðræði

Það hefur verið vísindalega sannað að dýr, að minnsta kosti apar, hafa réttlætiskennd. Í tilraunum hefur komið í ljós að api sem upplifir ósanngjarna skiptingu gæða, til dæmis ef honum er boðið minna af einhverju en öðrum apa, er líklegur til að hafna því sem honum er boðið, jafnvel þó hann fái þá ekki neitt. […]

Nokkur orð um hið ómerkilega (en þó merkilega) áfengissölumál

Ég hef verið að hugsa um það í allan vetur hvað mér finnist um að matvörubúðum verði leyft að bjóða upp á áfenga drykki. Ég verð að viðurkenna að mér finnst fjandi erfitt að komast að niðurstöðu um þetta. Kannski sé mér bara alveg sama – eða hvers vegna ætti það að vera eitthvert stórmál […]

Ólafur Ragnar er ekki ósigrandi

Íslensk stjórnmál eru drifin áfram af elítum – af hópum sem hafa tekið sér forystuhlutverk og náð þeirri stöðu að geta mótað almenningsálit. Þannig eru óformleg völd ákveðinna hópa oft umtalsverð. Dæmi um þetta eru áhrif mennta- og listamanna á pólitík eftirstríðsáranna. Vinstrihreyfingunni tókst að ná stuðningi þessa þjóðfélagshóps á tímum kalda stríðsins með því […]