Heimspeki 2, sumar 2011

Farið verður yfir meginkenningar í stjórnmálaheimspeki samtímans sem mótað hefur pólitískt landslag Evrópu og Vesturlanda undanfarin 250 ár. Fjallað er um kenningar 18. og 19. aldar og afdrif þeirra á 20. öld. Rætt verður um stærstu deilumál samtímans og þær leiðir til þjóðfélags- og menningargreiningar sem kenningar stjórnmálaheimspekinnar bjóða upp á. Fjallað er um greiningu […]

Heimspeki 1, sumar 2011

Farið verður yfir meginkenningar í stjórnmálaheimspeki samtímans sem mótað hefur pólitískt landslag Evrópu og Vesturlanda undanfarin 250 ár. Fjallað er um kenningar 18. og 19. aldar og afdrif þeirra á 20. öld. Rætt verður um stærstu deilumál samtímans og þær leiðir til þjóðfélags- og menningargreiningar sem kenningar stjórnmálaheimspekinnar bjóða upp á. Fjallað er um greiningu […]

Heimspeki 1 – Greining,sumar 2010

Námskeiðið er kennt á sumarönn 2010 á Bifröst. Það er ætlað meistaranemum í Menningarfræði, Menningarstjórnun og Evrópufræði. Aðferð heimspekinnar er aðferð rökfærslunnar þar sem tilgangurinn er að meta sannleiksgildi þess sem fullyrt er. Þetta einkennir heimspekiiðkun strax í fornöld og þrátt fyrir ýmsar breytingar á menningu og hugsunarhætti hefur þetta einkenni hennar haldist óbreytt. Markmið […]

Útópíur, vor 2006

Í málstofunni verður fjallað um mikilvægi útópískrar hugsunar fyrir nútímann. Lesinn verður fjöldi texta af sviði bókmennta, heimspeki, félagsfræði og öðrum fræðasviðum til að varpa ljósi á viðfangsefnið. Leitast verður við að greina það mikilvæga hlutverk sem hugsanamynstur útópíunnar hefur gegnt fyrir hugmyndir manna um tungumál, líkama, borgarskipulag, náttúru og vísindi á 18., 19. og […]

Inngangur að stjórnmálaheimspeki, haust 2005

Stjórnmál samtímans eru beint og óbeint byggð á heimspekilegum kenningum sem komið hafa fram á sjónarsviðið undanfarnar tvær aldir. Þó að sögulegar rætur þessara kenninga nái enn lengra aftur í tímann einkennast þær þó fyrst og fremst af því að vera tilraun til að rökstyðja hver grunnbygging réttláts, skilvirks, auðugs eða trausts samfélags hljóti að […]

Heimspeki vafans: Charles Peirce, haust 2005

Verk bandaríska heimspekingsins C.S. Peirce hafa verið mörgum kynslóðum heimspekinga innblástur, vestan hafs jafnt sem austan. Peirce er þekktur fyrir táknfræði sína og rökfræði en einnig er hann höfundur nokkurra grunnhugmynda pragmatismans. Í málstofunni verða nokkrar ritgerðir Peirce lesnar vandlega og ræddar. Áhersla verður annarsvegar á að nemendur öðlist sem sem skýrastan skilning á heimspeki […]

Hugmyndasaga 19. og 20. aldar, HÍ vor 2003

Nemendur fá innsýn í hugmyndastrauma 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar og kynna sér andóf og gagnrýni sem þetta tímabil einkennist af. Farið er hratt yfir mikið efni og því betra að þeir sem taka námskeiðið séu komnir með nokkra undirstöðu í sínum greinum. Námskeiðið á að hjálpa nemendum úr ólíkum greinum að setja […]

Aðferðafræði, vor 2002

Námskeið fyrir fyrsta árs nemea í Viðskipta- og hagfræðideild. Kennt með Garðari Baldvinssyni. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur: Viti hvað við er átt með vísindalegri þekkingu og vísindalegum aðferðum – sérstaklega innan viðskiptafræða. Tileinki sér vinnulag og aðferðir sem beita má við hagnýta verkefnavinnu og rannsóknir á sviði viðskiptafræða. Fái grunnþjálfun í skriflegri tjáningu. Kennsluáætlun

Hugmyndasaga 19. og 20. aldar, vor 2001

Nemendur kynnast nokkrum lykilhöfundum heimspeki og skyldra greina á 19. og 20. öld. Námskeiðið á að hjálpa nemendum úr ólíkum greinum að setja viðfangsefni sín í samhengi við hugmyndalegar rætur samtímans. Lögð er áhersla á lestur frumtexta og til viðbótar við einstök rit sem flest eru til í íslenskri þýðingu verður tekið saman leshefti. Loks […]

Málstofa C Heimspeki Deweys, haust 2000

Þátttakendur í málstofunni fá yfirlit yfir heimspeki Deweys, tengsl hennar við amerískan pragmatisma, annarsvegar, hefðir evrópskrar heimspeki hinsvegar. Kennsluáætlun