Stefnumótun, þjóðarsátt og stjórnlagaþing: Samfélagssáttmáli sem ímyndaður veruleiki

Eftir hrunið í haust hefur mörgum fundist að ekkert annað komi til greina en að að samfélagið gangi í gegnum gagngera pólitíska endurnýjun með „nýjum samfélagssáttmála“, jafnvel stofnun „nýs lýðveldis“. Það er auðskilið hversvegna slíkar hugmyndir koma upp, vantraust á stjórnvöldum er útbreitt og djúpstætt. Ekki einu sinni byltingarástand, stjórnarslit, kosningar og vinstristjórn slær á […]

Komintern gegn klofningi: heimildir

Í grein minni „Komintern gegn klofningi. Viðbrögð Alþjóðasambands kommúnista við stofnun Sósíalistaflokksins“ í nýjasta hefti tímaritsins Sögu er vísað í bréf og skýrslur Kommúnistaflokks Íslands og Alþjóðasambands kommúnista, Kominterns. Þessar heimildir eru aðgengilegar héðan af vefsíðunni: An den Genossen Dimitroff. Betrifft: Isländische Frage Vorschläge zur isländischen Frage (Ausgearbeitet mit den isländischen Genossen Björnson und Johnson) […]

Ímyndaðar herdeildir dómsmálaráðherrans

Í ritdómi mínum um bók Guðna Th. Jóhannessonar sem birtur var í Lesbók Morgunblaðsins 23. desember síðastliðinn sagði ég að kalda stríðið hefði verið ímyndað stríð. Með því átti ég við að það hefði snúist um möguleg stríðsátök frekar en eiginleg átök, um viðbrögð, áætlanir, ógnir og ótta. En ímynduðum stríðum lýkur ekki á sama […]

Stöðug sjálfsmynd í síbreytilegu umhverfi

Félagsvísindadeild Bifrastar er vissulega yngsta deild skólans og markar jafnvel nýjan kafla í sögu hans. Samt má segja að engin deild standi nær sögulegri hefð skólans en einmitt félagsvísindadeildin. Sjálfstæði og öryggi í flóknum heimi Þegar Samvinnuskólinn var stofnaður árið 1918 var ein fyrirmynd hans Ruskin college í Oxford, skóli sem stofnaður hafði verið 19 […]

Kommúnistar og stjórnskipulagið – Enn um meinta hættu af íslenskum kommúnistum

Í grein minni „Voru kommúnistar hættulegir“ sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 7. október síðastliðinn hélt ég því fram að við hefðum ekki heimildir sem sýndu fram á að kommúnistar á Íslandi hefðu verið hættulegir lýðræðinu eða stjórnskipulaginu. Ég færði rök fyrir því að ofbeldisfullar yfirlýsingar íslenskra kommúnista væri yfirleitt eðlilegra að túlka sem mælsku heldur […]

Dauði blaðakonu

„Ég lifi í núinu og skrifa um það eitt sem ég sé“ segir Anna Politkovskaja í upphafi bókar sinnar Rússland Pútíns: Þegar valdið spillir sem kom út árið 2004 í Bretlandi, en hefur ekki enn verið gefin út í heimalandi höfundarins. Í bókinni, sem byggir á áralöngum blaðamennskuferli Politkovskaju, fjallar hún um nokkrar verstu hliðar […]

Voru íslenskir kommúnistar hættulegir?

Þór Whitehead segir frá því í grein sinni „Smáríki og heimsbyltingin“ sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins Þjóðmál, að hér á Íslandi hafi starfað öryggisþjónusta á kaldastríðsárunum og rekur þær ógnir sem knúðu stjórnvöld til að standa að þessari leynilegu starfsemi. Eins og titill greinarinnar gefur til kynna, telur Þór að þessi hætta hafi einkum […]

Smæð

Landsbókasafn-Háskólabókasafn stenst ekki almennan samanburð við svipuð söfn í löndum sem við berum okkur saman við. Er það skrítið? Hver gæti búist við því að 300 þúsund manna þjóð ætti jafngóð bókasöfn og fjölmennari og ríkari þjóðir? En smæðin er ekki fólgin í eintakafjölda eða krónutölum. Smæðin birtist í tómlætinu. Háskóli hefur verið starfandi á […]

Siðferðileg andstaða og pólitísk stimplun

Greinar um kalda stríðið hér í Lesbókinni hafa leitt til kostulegra skoðanaskipta. Guðni Elísson brást við fullyrðingum Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, en Björn sagði að hefðir kalda stríðsins ríktu enn í stjórnmálaumræðu á Íslandi, og birti dæmi um gagnrýni á sig og samherja sína til sannindamerkis um það. Guðni benti réttilega á að dæmi Björns sönnuðu […]

Kommúnismi í kalda stríðinu: Mælska og hugmyndafræði

Þegar Sovétríkin hættu að vera til og um skeið hirti enginn um að passa upp á heimildirnar um sögu þeirra rann upp sannkallað gullgrafaratímabil. Allir sem áhuga höfðu gátu sökkt sér í skjalasöfn ríkisins hrunda og hvort sem áhuginn var pólitískur, sagnfræðilegur eða heimspekilegur þá áttu flestir eitt markmið sameiginlegt: Að komast niður fyrir hið […]