Hernaður og mannvíg Þórs Whitehead IV: Oftúlkun heimilda og verkfall í Vestmannaeyjum

Í þrítugasta kafla Sovét-Íslands heldur Þór Whitehead áfram að draga ályktanir af bréfinu frá stjórnmálaráði framkvæmdanefndar Kominterns sem ég fjallaði um í síðasta skammti þessara athugasemda við bók hans. Hann gengur nú svo langt að halda því fram að með bréfinu hafi kommúnistum verið „falið að ráðast af meiri hörku á lögregluna“ (bls. 159), enda eigi […]

Hernaður og mannvíg Þórs Whitehead III: Meintar byltingartilraunir á Alþingishátíð og eftir þingrof

Einn mikilvægasti þátturinn í bók Þórs Whitehead Sovét-Ísland Óskalandið er sú niðurstaða hans að tengsl íslensku kommúnistanna við Komintern séu skýringin á slagsmálum sem urðu í fáein skipti á fjórða áratugnum, þegar sló í brýnu á milli yfirvalda og verkalýðs. Þessvegna tengir hann frásögn sína af ólátum, mótmælum og óeirðum í Reykjavík og víðar við […]

Hernaður og mannvíg Þórs Whitehead II: Blanquismi og bylting

Lýsing Þórs Whitehead á flokksskólunum í Moskvu er eins og ég skýrði í fyrri pistli mjög villandi, þar sem hann virðist halda að hlutverk þeirra hafi verið annað en það var. (Sjá fyrri pistil og inngang að þessum athugasemdum). Í upphafi 19. kafla bókarinnar fullyrðir hann að námið þar hafi minnt á þá þjálfun sem […]

Hernaður og mannvíg Þórs Whitehead I: Skólarnir í Moskvu

Segjum að námi í íslenskum menntaskóla væri lýst sem þjálfun í íþróttum og vélritun. Það er ekki ólíklegt að maður hefði tilhneigingu til að leiðrétta slíka fullyrðingu, jafnvel halda því fram að menntaskólanám á Íslandi væri alls ekki þjálfun í íþróttum og vélritun heldur fyrst og fremst bóklegt nám í nokkrum kjarnagreinum. En hvernig ætti […]

Bræður, fylkjum liði í dag

(Um Hvítu bókina, Einar Már Guðmundsson Mál og menning, 2009 og Íslenska efnahagsundrið. Flugeldahagfræði fyrir byrjendur, Jón F. Thoroddsen, Brúðuleikur, 2009) Á meðan Þjóðviljinn kom út var sjónarmið vinstri róttækni hluti af opinberri umræðu á Íslandi. Það kann að vera að undir lokin hafi orðræða róttækninnar verið farinn að daprast, en hún hvarf ekki með […]

Þegar allt fór til andskotans: Viðbrögð og viðbragðaleysi í hruninu

(Um Hrunið. Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar, Guðni Th. Jóhannesson, Forlagið, 2009) Frásögn af dramatískum atburðum er ekki endilega dramatísk – og á kannski ekki vera það. Þegar atburðir eru vel þekktir og frásögnin hefur þann tilgang að rekja þá er vart við því að búast að spenningur haldi lesandanum við efnið. Hrunið, eftir […]

Skuldaskil nýfrjálshyggjunnar: Guðinn sem brást

(Um Sofandi að feigðarósi, Ólafur Arnarson, JPV, 2009) Bók Ólafs Arnarsonar um bankahrunið á Íslandi haustið 2008 er fyrsta heillega úttektin á fjármálahamförunum í bókarformi, en alveg örugglega ekki sú síðasta. Stærð og merking þessara atburða er slík, að það mun taka ár eða áratugi að vinna úr þeim. Í bók Ólafs er engan stórasannleika […]

„Þeir kunna þetta, þessir strákar“ Saga útrásarforsetans í máli og myndum

(Um bókina Saga af forseta eftir Guðjón Firðriksson, Mál og menning, 2008) Bókin Saga af forseta eftir Guðjón Friðriksson er ein samfelld lofræða á 566 blaðsíðum um forseta Íslands Hr. Ólaf Ragnar Grímsson. Sjálfsagt á forsetinn lof skilið fyrir margt, en þó eru ýmsar erfiðar hugsanir farnar að leita á lesandann áður en hann les […]

Að milljörðunum foknum

(Um bókina Orðspor. Gildin í samfélaginu eftir Gunnar Hersvein, JPV, 2008) Það er merkileg tilviljun að bókin Orðspor skuli koma út einmitt á sama tíma og vart er meira talað um annað en orðspor Íslendinga úti í heimi. Flest af því sem Gunnar Hersveinn hefur að segja er líka orð í tíma töluð og honum ratast sannarlega satt […]

Fjöldamorðingi segir sögu sína

Um langan veg. Frásögn herdrengs, Ishmael Beah, 287 bls., þýðandi Sigurður Jónsson, JPV, 2007 Maður hrekkur óneitanlega við, þegar maður lítur á bakhlið þessarar bókar og horfir framan í sviphreinan og skælbrosandi höfund hennar, sem maður veit, að loknum lestri bókarinnar, að hefur drepið tugi eða hundruð manna. Ekki einu sinni hörðustu krimmar rússneskra undirheima […]