Veikleikar háskólasamfélagsins og fullkomið ábyrgðarleysi ríkisprófessora

Í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs sem til umræðu er í dag er gríðarleg áhersla lögð á þá verðmætasköpun sem vænta má af öflugum vísindarannsóknum. Það má reyndar segja að í stefnunni takist á tvö, ekki óskyld sjónarmið, um tengsl vísinda og verðmætasköpunar. Annað má kalla nytjasjónarmið. Í því felst krafa um að rannsóknir séu […]

Pragmatismi – heimspeki vafans: John Dewey og heimspekilegur pragmatismi

(Fyrirlestur á málþingi um John Dewey i tilefni af 150 ára afmæli hans, Háskóla Íslands, Menntavísindasviði, 22. október 2009) Hugtakið pragmatismi hefur verið notað yfir ákveðna tegund heimspeki í rúmlega hundrað ár. William James varpaði því fram fyrstur og sagði kollega sinn Charles Peirce hafa fundið upp á því, þótt engar skjalfestar heimildir séu um […]

Þversögn andófsins – Fyrirlestur hjá Sagnfræðingafélaginu

Frjálslynd lýðræðishyggja samtímans gerir ráð fyrir að tjáningarfrelsi séu grundvallarréttindi. Það þýðir að rétturinn til að tjá hverskyns óánægju, andúð eða andstöðu er sjálfsagður hluti stjórnmálaþátttöku og margir taka þátt í stjórnmálum með því að mótmæla eða í þeim tilgangi að láta í ljós andstöðu við ákvarðanir eða fyrirætlanir hins opinbera. Viðbrögð við andófi bera […]

Launhæðni, kaldhæðni og siðleysi

1. Gildi og siðferðileg markmið Gömul amerísk saga sem maður rekst stundum á í kennslubókum í viðskiptasiðfræði lýsir fundi nokkurra forstjóra og framkvæmdastjóra sem starfa í sömu grein. Fundurinn er haldinn í þeim tilgangi að ræða bætt siðferði í greininni (hver svo sem hún nú er), og sameinast um nokkur meginmarkmið og gildi sem allir […]

Ábyrgð og ímynd

(Flutt á fundi á vegum ReykjavíkurAkademíunnar um ábyrgð, þjóð og völd, Háskólabíói 25. október 2008) Þegar ég var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum á síðasta áratug bjó ég lengi vel nálægt veitingahúsi nokkru. Þar tóku einhverntímann nýir eigendur við og innréttuðu upp á nýtt. Hluti af innréttingunni var heill veggur með heimskorti þar sem löndin voru […]

Hugsjónamiðað raunsæi: Sjö dygðir fyrir stjórnmál framtíðarinnar

(Flutt á opnum borgarafundi Framtíðarhóps Samfylkingarinar, Iðnó, 15. nóvember 2008) Það er mikilvægt að læra: Þetta er viðkvæðið eftir að kreppan skall á: Við eigum að læra af öllu saman og getum kannski grætt á því þegar upp er staðið. Það er orðað svo að samfélagið „standi sterkara eftir“. En hvernig lærir maður af reynslunni – […]

Fræðaandúð og ógeð á kenningum

I Frá Jóhanni Huss til Össurar Skarphéðinssonar Þráinn Bertelsson skrifar Bakþanka Fréttablaðsins í gær, mánudaginn 25. febrúar og fjallar þar um þá sem tala um fræði á „skiljanlegan hátt“. Það er á Þráni að skilja að margir líti slíkt fólk „hornauga“. Hann segir að það hafi ekki þótt fínt hér áður fyrr að „vera í […]

Rökræður, athafnir og átök – eru rökræður nauðsynlegur hluti lýðræðis?

Í þessum fyrirlestri ætla ég að tala um lýðræði eins og titillinn gefur til kynna. Ætlun mín er að gera tvennt. Í fyrsta lagi ætla ég að velta vöngum yfir því hvernig er talað um lýðræði og hversvegna þannig er talað um það. Í öðru lagi ætla ég að velta fyrir mér tvennskonar sýn á […]

Siðfræði andstöðunnar. Um mat og endurmat gilda

I Orðræða stjórnmálanna er að mestu leyti hætt að vera siðferðileg. Hún sýnir stundum á sér hugmyndafræðilegar hliðar enn þann dag í dag, en þó er hún að mestu tæknileg. Það má taka dæmi til að skýra þetta: Þegar deilt er um einkavæðingu, er deilan vissulega að hluta hugmyndafræðileg: Sumir telja einkavæðingu í eðli sínu […]

Vald og Stýring Um Hlutverk lyga í stjórnmálum

I Í grein sinni „Lying in Politics: Reflections on the Pentagon Papers“ fjallar Hannah Arendt um eðli og hlutverk lyga í stjórnmálum. Tilefnið er næsta augljóst. Pentagon skjölin, 4000 blaðsíður af opinberum skjölum frá næstum 30 ára tímabili auk 3000 síðna greiningar á ákvörðunum á sama tímabili, voru afrakstur leynilegrar innri rannsóknar varnarmálaráðuneytisins á stefnu […]