(Kennt með Auði H. Ingólfsdóttur)
Hver eru markmið þróunarsamvinnu og hversu árangursríkt hefur slíkt samstarf verið í að draga úr fátækt í þróunarríkjum? Er slík samvinna alltaf til góðs eða getur hún hugsanlega skaðað þá sem hún á að hjálpa? Litið verður til helstu kenninga um þróunarsamvinnu, m.a. mannréttindanálgunar (e. human rights based approach), sem er áberandi í starfsemi Sameinuðu þjóðanna, og færninálgunar (e. capabilities approach) Amartaya Sen. Í framhaldi af því verður fjallað um mismunandi stöðu ríkra og fátækra ríkja í heiminum. Lesnar verða valdar greinar eftir heimspekinginn Thomas Pogge sem hefur fært rök fyrir því að alþjóðasamfélagið þurfi að vinna eftir réttlætishugmyndum í líkingu við réttlætiskenningu John Rawls til að vinna bug á fátækt í heiminum og dreifa gæðunum á réttlátan hátt og þannig að þau nýtist til að bæta hag allra. Loks verður hugað að lausnum sem stungið hefur verið upp á í baráttu gegn fátækt, svo sem örlánakerfinu (e. micro-credit).

  • Nemendur geta útskýrt helstu kenningar og hugtök sem snúa að fátækt og þróunarsamvinnu.
  • Nemendur skilja og geta rætt um þau fjölmörgu álitamál sem tengjast skilgreiningum á fátækt og þeim aðgerðum sem hefur verið beitt í tilraunum til að draga úr fátækt.
  • Nemendur hafa færni til að greina flókin álitamál sem snúa að fátækt og félagslegu réttlæti og geta nýtt sér þekkingu úr námskeiðinu í verkefnavinnu tengdri þessum viðfangsefnum.

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *