Margt af því sem efst er á baugi í pólitískri, menningarlegri og fræðilegri umræðu í Evrópu um þessar mundir á sér rætur í sögu álfunnar. Hugmyndaheimur Evrópumannsins er sögulegur í hversdagslegri og mikilvægri merkingu þess hugtaks, fæst viðfangsefni eru ný, hugmyndafræðilegar andstæður eru afurð endurvinnslu, menningarlegar deilur endurtaka sig. Trúarleg tvískipting Evrópu á rætur að rekja til Rómarveldis, útskúfun múslima er arfur margra alda átaka menningarheima sem þó voru líka í nánu samneyti og svo má áfram telja. Til að skilja evrópskan samtíma er góð innsýn í evrópska sögu og menningu ekki aðeins gagnleg heldur nauðsynleg. Námskeiðið veitir innsýn í hugmyndasögulegar rætur Evrópskrar samtímamenningar og auðveldar nemendum að fóta sig í flóknu umhverfi evrópskra stofnana, viðskipta, menningar og mannlífs.

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *