Færslur

Hernaður og mannvíg Þórs Whitehead IV: Oftúlkun heimilda og verkfall í Vestmannaeyjum

Í þrítugasta kafla Sovét-Íslands heldur Þór Whitehead áfram að draga ályktanir af bréfinu frá stjórnmálaráði framkvæmdanefndar Kominterns sem ég fjallaði um í síðasta skammti þessara athugasemda við bók hans. Hann gengur nú svo langt að halda því fram að með bréfinu hafi kommúnistum verið „falið að ráðast af meiri hörku á lögregluna“ (bls. 159), enda eigi […]

Hernaður og mannvíg Þórs Whitehead III: Meintar byltingartilraunir á Alþingishátíð og eftir þingrof

Einn mikilvægasti þátturinn í bók Þórs Whitehead Sovét-Ísland Óskalandið er sú niðurstaða hans að tengsl íslensku kommúnistanna við Komintern séu skýringin á slagsmálum sem urðu í fáein skipti á fjórða áratugnum, þegar sló í brýnu á milli yfirvalda og verkalýðs. Þessvegna tengir hann frásögn sína af ólátum, mótmælum og óeirðum í Reykjavík og víðar við […]

Hernaður og mannvíg Þórs Whitehead II: Blanquismi og bylting

Lýsing Þórs Whitehead á flokksskólunum í Moskvu er eins og ég skýrði í fyrri pistli mjög villandi, þar sem hann virðist halda að hlutverk þeirra hafi verið annað en það var. (Sjá fyrri pistil og inngang að þessum athugasemdum). Í upphafi 19. kafla bókarinnar fullyrðir hann að námið þar hafi minnt á þá þjálfun sem […]

Hernaður og mannvíg Þórs Whitehead

Í bókinni Sovét-Ísland óskalandið heldur Þór Whitehead því fram að íslenskir kommúnistar hafi verið stórhættulegir stjórnvöldum og stjórnskipan Íslands um langa hríð, enda hafi þeir verið sérþjálfaðir í Moskvu til að gera blóðuga byltingu á Íslandi og brýndir áfram af leiðtogum Alþjóðasambands kommúnista og sjálfra Sovétríkjanna til að undirbúa byltinguna á Íslandi og væntanlega aðild […]

Hernaður og mannvíg Þórs Whitehead I: Skólarnir í Moskvu

Segjum að námi í íslenskum menntaskóla væri lýst sem þjálfun í íþróttum og vélritun. Það er ekki ólíklegt að maður hefði tilhneigingu til að leiðrétta slíka fullyrðingu, jafnvel halda því fram að menntaskólanám á Íslandi væri alls ekki þjálfun í íþróttum og vélritun heldur fyrst og fremst bóklegt nám í nokkrum kjarnagreinum. En hvernig ætti […]