Entries by jonolafs

, , ,

Íslenskt valdakerfi – sem hrunið hrunið hefur ekki breytt enn

Hrunið hefur orðið íslensku háskólasamfélagi mjög gjöfult. Ég hef ekki tölu á fræðigreinum og bókum sem nú þegar hafa verið skrifaðar um hrunið, afleiðingar þess, aðdraganda eða einhverja þætti þess. Guðni Th. Jóhannesson var líklega fyrstur með einskonar heildarúttekt á hruninu 2009 með samnefndri bók og núna á síðustu tveimur árum hafa þekkt alþjóðleg forlög […]

,

Hver er hræddur við beint lýðræði?

Ég hef heyrt marga lýsa því yfir að þeim sé lítið gefið um beint lýðræði. Það sé nefnilega alveg eins við því að búast að það hafi mestu hörmungar í för með sér: Heimskulegar og vanhugsaðar ákvarðanir og þaðan af verra. Þetta fólk er sem sagt hrætt við beint lýðræði. En þegar það fær næstu […]

, ,

Glatað lýðveldi – eða glatað lýðræði. Lessig um pólitíska spillingu og Ísland

Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn segjast stundum ætla að breyta kerfinu. Þeir eru iðulega kosnir út af einhverju slíku: Annað hvort komast þeir langt innan flokkanna sem þeir tilheyra, eða leiða þá til sigurs vegna kerfisbreytinganna sem þeir lýsa og lofa. Í Bandaríkjunum er þetta þrástef stjórnmálanna, sérstaklega í forsetakosningum, þar sem ýmist er barist gegn kerfinu […]

, ,

Nýja stjórnarskrá eða dauðann – eða heiladauði sem pólitískt vandamál

Lærdómsmaðurinn Hannes H. Gissurarson hélt því fram á facebook síðu sinni um daginn að fámennur hópur vinstri manna ynni ákaft að því að setja nýja stjórnarskrá sem gæfi fyrirheit „um að ríkið skapi hamingju.“ Áhugamál þessara vinstrimanna væri að takmarka frelsi almennings og geta gert eignir upptækar að vild. Stjórnmálaskörungurinn Sigmundur D. Gunnlaugsson lýsti því […]

,

Til hvers eru námslán – og til hvers eru ráðherrar?

Námslánafrumvarpið sem menntamálaráðherra vill láta samþykkja fyrir haustið er að mörgu leyti dæmigert fyrir stefnumótun (eða ekki-stefnumótun) í íslenskri stjórnsýslu. Frumvarpið er vandað og það sést vel að bæði vinna og hugsun hefur verið lögð í að endurskilgreina hópinn sem á rétt á námslánum, hverskonar námi og hvers konar gjöldum lánað sé fyrir og annað […]

,

Brexit og beint lýðræði

Seint í júní á því herrans ári 2016 urðu Bretar að athlægi um allan heim. Ástæðan var þjóðaratkvæðagreiðsla. Hún leiddi til niðurstöðu sem í besta falli breytir litlu en í versta falli veikir hún stöðu Bretlands álíka mikið og tap í styrjöld. Það er upplausn í stjórnkerfinu og allar líkur á meiriháttar mannaskiptum í pólitískri […]

Hugrekki þess sem sker ekki. Um valdalaust vald forsetans

Í einum af þáttunum þremur um ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarini, sem sænska sjónvarpið lét gera og höfðu umtalsverð áhrif á skilning fólks á gervibarkaígræðslum hans, er stutt en áhrifamikil sena: Macchiarini er að spjalla við kollega sinn og vin sem lætur móðan mása um áhættuna sem skurðlæknar þurfa stöðugt að horfast í augu við. Oft […]

„Og fasisminn ríður í hlað“

Það er alltaf varasamt að bera fasisma og stalínisma fjórða áratugarins saman við samtímapólitík. Þeir sem gera það eru iðulega sakaðir um að fara yfir strikið og fyrir að veifa sögulegri klisju í stað þess að tala uppbyggilega. Um síðustu helgi heyrði ég prest nokkurn hamra á mikilvægi þess að vera uppbyggilegur, tala hlutina ekki […]

Fæðing, dauði og upprisa íslensku stjórnarskrárinnar

Fyrr í vor, eftir nokkra tugi funda, sendi Stjórnarskrárnefnd frá sér tillögur um breytingar á þremur greinum stjórnarskrárinnar. Þetta var málamiðlun: Eftir að síðasta kjörtímabili lauk án þess að greidd væru atkvæði um frumvarp Stjórnalagaráðs að nýrri stjórnarskrá og meirihlutastjórn andsnúin frumvarpinu komst til valda í kjölfarið, varð ljóst að framtíð þess væri erfið ef […]

Getur lýðræði farið út í vitleysu?

Forseti lýðveldisins panikeraði um daginn (eða lét líta svo út). Honum fannst vera slíkt upplausnarástand í samfélaginu eftir að forsætisráðherrann sagði af sér að honum væri hreinlega nauðugur sá kostur, skyldurækni sinnar vegna, að bjóða sig fram í sjötta sinn. Í yfirlýsingum forsetans var aldrei fullljóst í hvaða skilningi áframhaldandi seta hans í embætti gæti […]