Hugmyndin um fullkomið samfélag, þar sem allri togstreitu hefur verið eytt, þar sem hópar og einstaklingar lifa saman í sátt og samlyndi og skynsemin ræður ríkjum, hefur aldrei yfirgefið vestræna stjórnmálahugsun. Í námskeiðinu er fjallað um útópískar hugmyndir um samfélagið og hina öfugu birtingarmynd þeirra, alræðishyggjuna sem tengja má við bæði nasisma og kommúnisma. Áhersla námskeiðsins verður þó á Rússnesku byltinguna og Stalínismann á fjórða áratugnum. Sérstaklega verður staldrað við Hreinsanirnar miklu, orsakir þeirra, framkvæmdina og afleiðingarnar.

Eftir námskeiðið eiga nemendur að:

  • Geta greint og fjallað um alræðiskerfi 20. aldarinnar og helstu birtingarmyndir þeirra, einkum hina sovésku.
  • Hafa kynnst hugmyndum um „vísindalegt“ þjóðskipulag og geta fjallað um reynslu af framkvæmd slíkra hugmynda.
  • Geta fjallað um og sett sig inn í hversdagslegan veruleika alræðisskipulagsins.
  • Hafa aflað sér grunnþekkingar á sögu Sovétríkjanna og helstu viðhorfum innan hennar.

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *