Námskeiðið skiptist í fjóra hluta.
Í fyrsta hluta (1.-4. tími) verða nemendum verða kynntar hugmyndir um menningu og menningargreiningu sem efst eru á baugi um þessar mundir. Byrjað verður á því að fjalla um menningu sem eign og verslunarvöru og vandamál sem varða ritstuld og meðferð heimilda rædd sérstaklega í því sambandi.
Í öðrum hluta námskeiðsins (5.-7. tími) verða nemendur þjálfaðir í að beita nokkrum meginhugtökum rökfræðinnar við að greina og meta röksemdir og texta. Fjallað verður um hvað sé gild röksemdafærsla og hvað ekki, hvað ályktanir megi draga af upplýsingum sem gefnar eru og fleira.
Í þriðja hluta (8.-10. tími) verður fjallað um nokkur viðfangsefni úr samtímanum og nemendur þjálfaðir í að lesa í myndmál samfélagsumræðu, táknmál kynferðis og þjóðernis ásamt því að velta fyrir sér greiningu á hversdagsmenningu.
Í fjórða hluta (11.-12. tími) verður fjallað um textagerð og munu nemendur þá kynna sér ólíkar tegundir texta og textameðferðar, hverskonar framsetning og hugsun á við ólíkar textagerðir og hvernig hægt er að beita málinu á mismunandi hátt.

Markmið námskeiðsins
Gert er ráð fyrir að nemendur öðlist þjálfun í eftirfarandi þáttum:

  • Ritun og framsetningu
  • Heimildavinnu
  • Meðferð texta og höfundarverka
  • Hugtökum rökfræðinnar
  • Rök- og textagreiningu
  • Rökvísum ákvörðunum
  • Greiningu á nokkrum þáttum samtímamenningar
  • Textagerð

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *