Nemendur fá þjálfun í ritgerðasmíð, rökstuðningi og framsetningu og eiga að tileinka sér viðurkenndar aðferðir við heimildaöflun, tilvísanir og meðferð heimilda og raka. Lögð er sérstök áhersla á gagnrýna hugsun og skoðanamyndun og nemendum veitt innsýn í fræðilega greiningu hversdagsvanda, beitingu kenninga, notkun og misnotkun raka. Loks fá nemendur stutt yfirlit um notkun fræðikenninga við að greina og fjalla um það sem efst er á baugi í þjóðfélagsumræðu, s.s. stöðu og hlutverk kynja, menningarlega sjálfsmynd og minni.
Við lok námskeiðsins er ætlast til að nemendur hafi aukið hæfni sína til að fjalla sjálfstætt um spurningar, vandamál og úrlausnarefni sem upp kunna að koma í námi þeirra og starfi, geta beitt við það viðurkenndum aðferðum og hafa yfirsýn yfir nálgunaraðferðir og möguleika.

Kennsluáætlun

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *