Það er merkilegt hvað við eigum mikið af blendiorðtökum og blendiorðum í íslensku, það er orðtökum og orðum sem búin eru til úr tveimur orðum eða orðtökum líkrar eða svipaðrar merkingar. Hér er stuttur listi. Það er örugglega til einhver slatti í viðbót. Ætli þetta sé jafn áleitið í öðrum málum og það er í íslensku?

Hér er blendiorðið eða orðtakið í fyrsta dálkinum en í öðrum og þriðja er reynt að greiða það í sundur þannig að úr verði viðurkennd orð og orðtök.

á nöp við eitthvað

í nöp við einhvern

á skjön við eitthvað

að miklum hluta til

að miklu leyti

að hluta til

eins og þjófur úr heiðskíru lofti

eins og þjófur að nóttu

eins og þruma úr heiðskíru lofti

engu að síður

eigi að síður

engu síður

fá sínu fram

fá sitt fram

ná sínu fram

fara sér hægt í sakirnar

fara sér hægt

fara hægt í sakirnar

fram að leggja

fram að færa

til málanna að leggja

fyriráætlanir

fyrirætlanir

áætlanir

gefur að líta

getur að líta

gefur á að líta

glaður með

ánægður með

glaður yfir

hafa á bak við hugann

hafa í huga

hafa á bak við eyrað

halda frammi

halda uppi

hafa í frammi

hann lét vaxa sér fisk um hrygg

honum hefur vaxið fiskur um hrygg

hann reisti sér hurðarás um öxl

hann lumar á sér

hann lumar á ýmsu

hann leynir á sér

hann maulaði á kökunni

hann japlaði á kökunni

hann maulaði köku

hnykkja út

klykkja út með

hnykkja á

hún ber skyldur á hendur honum

hún hefur skyldur gagnvart honum

henni ber skylda til að

hún er að býsnast við þetta

hún er að bisa við þetta

hún býsnast yfir þessu

hún greip inn í taumana

hún greip inn í e-ð

hún tók í taumana

láta í það vaka

láta í það skína

láta í veðri vaka

leiða á foraðið

etja á foraðið

leiða í glötun

menn verða að leggjast niður og

menn verða að setjast niður og

menn verða að leggja niður fyrir sér

nasaþefur

nasasjón

smjörþefur

rekja upp

telja upp

rekja

runnið út um þúfur

farið út um þúfur

runnið út í sandinn

saka fyrir

ásaka fyrir

saka um

setjum sem svo

segjum sem svo

setjum svo

skrafræða

skrafa

rökræða

1 reply
  1. Guðrún G
    Guðrún G says:

    Að „rekja upp“ er bara góð og gegn íslenska úr prjónaskap og örugglega til skráð eins langt aftur og leiðbeiningar um prjónaskap eru til á íslensku.

    Svara

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *